MUUR

MUUR er staðsett á Höfn, í Hornafirði. MUUR er óhefðbundið sýningarrými sem er að finna inni á heimili og á einum vegg menningarmiðstöðvarinnar í Nýheimum og einstaka sinnum utandyra. Markmiðið er að vekja áhuga og athygli listunnenda og þeirra sem stunda myndlist á Höfn sem ákjósanlegri staðsetningu fyrir gróskumikla myndlist. Á Höfn er staðsett Svavarssafn, sem byggt var til minningar um Svavar Guðnason, einn ástsælasta abstraktmálara Íslands og einnig þáttakandi í  Cobra hópnum. Við hjá MUUR viljum tengja saman þá sem láta sig listina varða. Kenning okkar er sú að góðir hlutir gerist hægt og ætlunin er að ná út fyrir rými og ramma og nýta útisvæði á völdum stöðum þar sem við á. MUUR opnaði daginn sem COVID kom í heimsókn en ákveðið var að byrja samt sem áður með sýningu Hlyns Hallssonar. Síðan þá hafa verið fimm sýningar í rýminu (sjá hér að neðan) og eru þrjár sýningar fyrirhugaðar árið 2023.

 Sjá meira edni á Facebook og Instagram muur_hofn

 
 

MUUR is located in Höfn, in Hornafjörður. MUUR is a non-traditional exhibition space that can be found inside a home as well as at one wall of the Cultural Center in Nýmeimar, and occasionally as a pop-up exhibition outdoor. The goal is to attract the interest and attention of art lovers and those who practice art to Höfn. Höfn is home to the Svavarssafn-art museum, which was built in memory of Svavar Guðnason, one of Iceland’s most beloved abstract painters and also one of the Cobra group. We at MUUR want to connect those who care about art. Our theory is that good things happen slowly, and the intention is to extend beyond the space and frame and utilise open air areas in selected locations where appropriate. MUUR opened the day COVID visited, but the decision was made to start anyway with the exhibition of Hlynur Hallsson. Since then, there have been five exhibitions in the space (see below), and three exhibitions are planned for 2023.

See more on Facebook and Instagram muur_hofn

Hlynur Hallsson er myndlistarmaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. 

Hann vinnur gjarnan með spreyjaða texta og tungumál. Verk hans snúast oft um samskipti, tengingar, skilning, landamæri, stjórnmál og hversdagslega atburði. 

Hlynur hefur sýnt verk sín á meira en 70 einkasýningum og tekið þátt í yfir 90 samsýningum frá því hann lauk mastersnámi í myndlist 1997. Hann hefur meðal annars sett upp einkasýningar hjá Kunstverein Heilbronn, Nýlistasafninu, Kunstverein Hannover, Overgaden í Kaupmannahöfn, Kuckei+Kuckei í Berlin, Listasafni Reykjavíkur og Kunstraum München. Spreyverk hans eru nú sýnd á Oslóartvíæringnum.

Hlynur hefur unnið sem sjálfstæður sýningarstjóri og sett upp sýningar hjá Nýlistasafninu, Kuckei+Kuckei, Villa Minimo í Hannover, Kunstverein Hannover og hjá Chinati Foundation í Marfa, Texas. Hann var einn þeirra listamanna sem stofnuðu Verksmiðjuna á Hjalteyri 2008. Hlynur gaf einnig út tímaritið Blatt Blað frá 1994-2018.

Hlynur hefur verið gestakennari við Myndlistaskólann á Akureyri, Listaháskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.

Nánar á: hlynur.is og kuckei-kuckei.de

Sólveig lærði í Myndlista- og handíðaskóla Ísl (1974 – 1978 ) og fór í framhaldsnám til N.Y og Hollands. Meðfram myndlistarsköpun sinni hefur hún ætíð fengist við kennslu, aðallega í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Frá 1980 hefur Sólveig sýnt myndlist sína á fjölmörgum einka- og samsýningum hérlendis og erlendis.

Myndlistarverk eftir Sólveigu eru í eigu m.a Listasafns Ísland, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns ASÍ og fleiri stofnana. Útilistaverkið Streymi tímans var afhjúpað árið 2012, það er staðsett í Reykjavík.

Verk hennar hverfast oft um tímann, og eru oftar en ekki náin skoðun á því umhverfi eða aðstæðum sem hún finnur sig í, upplifun hennar á ákveðnum stað og stund. Birting þessa þátta er í gegnum efni og aðferðir s.s. ljósmyndir þar sem unnið er á einfaldan máta með ljósið og filmuna, eða teikning með silfri sem vísar bæði aftur í tíma til listasögunnar og fram vegna áhrifa andrúms og tíma á efnið sjálft.

Verkin á sýningu MUUR á Höfn eru unnin á vinnustofu hennar utan borgarinnar og skapast af þeim möguleikum sem  staðurinn og þau efni sem staðnum tilheyra bjóða upp á.

Víðigreinin er unnin í þeim knappa tímaglugga sem gefst þegar trjásafinn streymir upp bol og greinar að vori, þá eru greinar víðisins mjúkar og hægt er að beygja og tengja saman angana án þess að brotni.
Greinar sem í eðli sínu eru opnar og vaxa út í loftið eru lykkjaðar saman eftir að berkinum hefur verið flett af. www.sola.is

 

Steingrímur Eyfjörð sýnir verk í MUUR.

Steingrímur hefur á vegferð sinni sem listamaður komið víða við. Hann er menntaður á Íslandi, Skotlandi, Finnlandi og Hollandi.

Árið 2007 var hann fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum með verkið Lóan er komin. Hann hefur tekið þátt í fjölda einka- og samsýninga, hérlendis og erlendis. Hann er þekktur og virtur af kollegum og velunnurum listarinnar og finnst okkur því heiður að fá að kynna henn hér í MUUR.

[      ]       Vikram Pradhan & Halldór Eldjárn

Tæknin er stöðugt að samtvinnast raunveruleika okkar og samruni hins eiginlega veruleika og sýndarveruleika virðist óhjákvæmilegur. Á þessari sýningu eru kannaðar þverlínur myndlistar og tækni þar sem hið eiginlega rými er túlkað með algrím sem framkallar ný óskoðuð rými og víddir sem myndgerast í formi arkitektúr teikinga. Þessi svæðisbundnu tölvugerðu verk eru unnin útfrá grunnmynd af ganginum Í Hagatúni 7 þar sem gallerí Muur er staðsett. Video verk sýnir nýjar útgáfur af rýminu í sífellu í rauntíma. Hvert prentað verk er ein útgáfa af endalausum mögulegum samsetninum rýma sem var valin til að verða einstakt prentverk. Halldór Eldjárn hefur einnig unnið sérstakt hljóðverk fyrir hvert verk sem er að hluta til tölvugert og er byggt á formlegum þáttum verkanna. Tónverkið í heild sinni verður pressað á vínyl plötu sem fylgir hverju verki.

Sýningarstjóri: Björk Hrafnsdóttir

Vikram Pradhan er fæddur á Indlandi en býr og starfar nú á Íslandi. Hann vinnur með mismunandi miðla á mörkum myndlistar og hönnunar til að skapa verk sem snúa að ó-eðlisfræði (heimspekigrein sem fjallar um hið ímyndaða svið ásamt frumspeki) og sálfræði. Rannsóknir og tilraunir eru mikilvægir þættir í listsköpun Vikrams.

Halldór Eldján er tónlistarmaður, tölvunarfræðingur og listamaður sem býr og starfar í Reykjavík. Í list sinni er hann stöðugt í leit af  nýjum tenslum tækni og listar. Halldór hefur unnið með listamönnum á borð við Björk og Ólafi Arnards að tónlist og raf-hljóðfærum sem miða að því að blanda tölvugerðri tónlist við verk listamannanna.

EN  Vikram Pradhan & Halldór Eldjárn

Our reality is constantly interweaving with technology and the merging of our physical and virtual environment seems inevitable. In this exhibition, the intersections are explored between art and technology where the physical space is interpreted and endless new unexplored spaces and dimensions are produced in the form of architectural blueprints. These site-specific computer generated works are based on the floorplan of the hallway at Hagatún 7 where Muur gallery is located. A video work shows a continuous evolution of the space that happens in real-time. Each unique print work represents one of endless possible arrangements of spaces with in this particular space and is a one-off printed artwork.  For each work Halldór Eldjárn has made a special sound piece that is partly computer generated and based on the visual elements of the work. The entire music series will be pressed on a vinyl record that accompanies each work.

Curator: Björk Hrafnsdóttir

Vikram Pradhan was born in India and is currently based in Iceland. He works with various mediums in the field of art and design to create pataphysical works and works revolving around psychology. Vikram‘s practice currently revolves around experimentations and research on speculative design and pataphysics.

Halldór Eldjárn  is a musician, programmer and artist based in Reykjavík. In his practice he is constantly searching for new ways to approach art and creativity with technology.  He has collaborated with prominent Icelandic artists Björk and Ólafur Arnalds on music and tools aimed at bringing computer generation in to the artist’s creations.

Fyrir sýninguna Fyrsta flokkun unnu Helga Páley og Una Björg bæði saman og í sitthvoru lagi. Saman ræddu þær nýjustu hugmyndir og tilraunir sínar og fundu þannig fleti sem skörðuðus í þeirra verkvinnslu sem þær unnu svo áfram í sitt hvoru lagi. Á sýningunni eru ný verk þar sem efni og áferðir leiddu þær áfram á nostalgískar slóðir og birtust í formi plast-muna, veggfóðurs eða annarra nytjahluta.

Helga Páley Friðþjófsdóttir býr og starfar í Reykjavík. Helga vinnur málverk með blandaðri tækni samhliða þrívíðum skúlptúrum. Skúlptúrarnir tengjast oft á tíðum myndefninu sem teygir sig út fyrir rammann og býður sýningarrýminu sjálfu að vera partur af verkinu og myndheiminum. Teikningin hefur verið henni lengi hugleikin og spilar hún stóran sess í hennar listsköpun.

Helga Lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Frá útskrift hefur Helga komið að stofnun Leikhússins Frystiklefinn á Rifi ásamt Kára Viðarsyni og verið framkvæmdastjóri listahátíðarinnar Ærings á Rifi 2012. Frá árunum 2013 til 2015 var Helga partur af Kunstschlager hópnum og tók þátt í að reka gallerí hópsins við Rauðarárstíg 1 og síðar í Listasafni Reykjavíkur ásamt því að sýna með þeim erlendis sem og heima.

Una Björg Magnúsdóttir er starfandi myndlistarmaður í Reykjavík. Hið ofurkunnuglega birtis oft í verkum hennar, gjarnan sem skúlptúrískar sviðsmyndir sem líkja eftir raunveruleikanum með augljósri gervi. Þannig endurgerir hún fábrotinn hverdagsleikann með óvæntum munum, hljóðum, myndum og ilmum.

Una hefur sýnt viðsvegar, til að mynd í KEIV í Aþenu, GES-2 í Moskvu, Nordatlantens brygge í Danmörku, Listasafni Reykjavíkur og Y galleríi. Hún lauk MA í myndlist við ÉCAL í Sviss (2018) og BA í myndlist við Listaháskóla Íslands (2014). Hún er stjórnarmaður í Kling & Bang og Sequences listahátíðinni.

Sýningarstjóri: Björk Hrafnsdóttir

Þórdís Erla Zoëga

Stafræn stefna – Digital direction 

Þórdís Erla Zoëga vinnur með tengsl okkar við hinn stafræna heim ásamt stefnur og rútínur okkar í margvíslegum miðlum. Með notkun sinni á litbreytingarfilmu og hólógrafísku efni rannsakar hún stafræna fagurfræði hversdagslífs okkar. Í Hagatúni er til sýnis hringlaga fræst plexíglerverk auk þriggja tvívíðra verka sem öll hafa litabreytingarfilmu sem breytist eftir lýsingu, stefnu og tíma dags. Stærð og form verkanna eru á svokölluðu landslagsformi sem við tengjum sífellt meira við tölvuskjáinn okkar heldur en hefðbundna landslagsmynd. Einföld formfræði og myndmál internetsins ræður ríkjum í verkum Þórdísar þar sem við stefnum í átt að stafrænni vídd. 

Í Nýheimum finnast svo tvö málverk þar sem Þórdís notast við blandaða tækni og efni eins og lakk og sprey á holografískan striga sem verður að freistandi áferðum og myndmáli sem minnir einnig á skjái og fagurfræði internetsins. Verk Þórdísar bjóða upp á endurtekið áhorf þar sem þau eru sífellt á stöðugri hreyfingu, sem miðast alltaf eftir stöðu áhorfandans. Málverkin gefa einnig kost á frjálsri narratífu og við lestur myndmálsins sem speglar endalausa valkosti internetsins.

Verkin á sýningunni voru unnin af Þórdísi á tímabilinu 2020 til 2022 og hafa að hluta til verið sýnd í Gallerí Þulu, Norrtälje Konsthall og Listasafni Akureyrar. 

Þórdís Erla Zoëga (1988) stundaði nám við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam og útskrifaðist þaðan 2012. Þórdís Erla var nýlega valin bæjarlistamaður Seltjarnarnesbæjar og vinnur nú að veggverki fyrir bæinn. Hún hefur sýnt verk í Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel, Tékklandi og víðar. Hér á landi hefur hún unnið verk fyrir Listahátíð í Reykjavík, Listasafn Árnesinga, Gerðarsafn, Íslenska dansflokkinn, Konsúlat Hótel, Canopy Hilton hótel og sýnt í D-sal Hafnarhússins.

Fyrir frekari upplýsingar um verkin hafið samband í gegnum:

www.thordiserlazoega.is

Sýningarstjórn: Björk Hrafnsdóttir

Þórdís Erla Zoëga

Stafræn stefna – Digital direction

Þórdís Erla Zoëga explores our connections with the digital univers in her practice as well as our shared routines and directions as beings in our current world. With her use of colour changing film and holographic materials she examines the digital aesthetics of our everyday life. In Hagatún, Þórdís exhibits a circular etched plexiglass sculpture in addition to three works that all feature a colour changing film that changes depending on lighting, direction and the time of day. The size and dimension of the three works is referred to as landscape which we increasingly associate with our computer screens rather than a traditional landscape image. Simple geometry and internet imagery is prominent in her works as she leads us into a digital dimension. 

In Nýheimar, two paintings by Þórdís are on display where she uses mixed techniques and materials such as polish and spray paint on a holographic canvas that result in individual images and luscious textures that also relates to screens and internet aesthetics. The works benefit from repeated viewing as they are constantly changing with the position of the viewer. They also offer free interpretation with its narrative that mirrors the endless options of the internet. 

The works exhibited were completed by Þórdís from 2020 to 2022 and have separately been exhibited in Gallery Þula, Norrtälje Konsthall and Akureyri Art Museum. 

Þórdís Erla Zoëga (1988) is a visual artist based in Iceland. Þórdís received her BFA degree from the Audio Visual Department of The Gerrit Rietveld Academy in Amsterdam in 2012 and has since exhibited her work both in Iceland and abroad, such as in Stockholm, Berlin, Basel, Amsterdam, Czech republic and more. In Iceland she has made works for the Reykjavík Arts Festival, Gerðarsafn, Icelandic Dance Company and exhibited in the Reykjavík Art Museum. Her recent exhibitions include Embrace (Norrtälje konsthall, Sweden, 2021 and Akureyri Art museum 2022), Routine (Listasafn Árnesinga, 2022) and Hyper Cyber (Þula, Reykjavik, 2020).  She was also chosen as the town artist of Seltjarnarnes 2022.

www.thordiserlazoega.is

Curation: Björk Hrafnsdóttir

 

Ráðhildur Ingadóttir er fædd í Reykjavík 1959. Hún nam myndlist í Englandi frá 1981 til 1986.

Síðan þá  hefur hún sýnt á Íslandi og í Evrópu í miklum mæli. Myndlist Ráðhildar Ingadóttur hefur að geyma texta, veggteikningar, veggmálverk, skúlptúra, myndbönd og uppákomur. Öllum þessum þáttum er oft spyrt saman í stórum innsetningum. Ráðhildur var gestakennari við Myndlista og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla íslands frá 1992-2002.  Hún var stjórnarmeðlimur í Nýlistasafninu frá 2000-2002. Ráðhildur hefur verið sýningarstjóri og meðstjórnandi í fjölda sýninga á Íslandi og erlendis. Hún var listrænn stjórnandi Skaftfells miðstöðvar myndlistar á Austurlandi 2013 og 2014. Hún hefur hlotið starfslaun, verkefnastyrki og ferðastyrki á Íslandi og í Danmörk. Ráðhildur býr og starfar í Kaupmannahöfn, Seyðisfirði og Reykjavík

Verk í opinberri eigu, Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Nýlistasafnið

Verkið á sýningunni i Muur er byggt á teikningaseríu hennar “Hugleiðingar um Þyngdarbylgjur”.

Tumi Magnússon fæddist í Reykjavík árið 1957.  Hann nam myndlist við Myndlista og handíðaskóla Íslands og við AKI Academie voor Beeldende Kunst í Enschede, Hollandi.  Fyrsta einkasýning hans var í Rauða húsinu á Akureyri árið 1981.  Síðan þá hefur hann sýnt víða, þar á meðal  Nýlistasafninu í Reykjavík 1986, Norrænu listamiðstöðinni í Helsinki 1991, Centre PasquArt, Biel, Sviss 1991, Sao Paulo Biennialnum 1994, MACMO Uruguay 2015, Listasafni Íslands 2017, Kyoto Art Center 2017 og PORT25-Raum für Gegenwartskunst, Mannheim 2023.

Verk Tuma fjalla oft um hina einföldu, leiðigjörnu atburði daglegs lífs. Þau fjalla um þá einföldu lógik og náttúrulögmál sem liggja að baki þessum atburðum, og einnig um hvernig við snúum uppá hversdagsleikann og leikum okkur að honum til að gera hann þolanlegan og jafnvel áhugaverðan.  Og þau fjalla um hvernig við getum notað daglega lífið sem tæki til að hugsa um eitthvað allt annað.

Tumi Magnússon býr og starfar í Kaupmannahöfn með viðkomu í Reykjavík og á Seyðisfirði.  

 

Verkið á sýningunni heitir „Maður gengur á bókasafnið í Ameríku“  Hreyfingum hæla mannsins er fylgt þannig að þær mynda línur gegnum rýmið, sem svo eru teiknaðar á vegg bókasafnsins á Höfn í Hornafirði.

 

Ráðhildur Ingadóttir was born in Reykjavík in 1959. She studied art in England from 1981 to 1986.

Since then she has exhibited in Iceland and in Europe to a large extent. Ráhildar Ingadóttir’s art contains texts, wall drawings, wall paintings, sculptures, videos and events. All these elements are often interrogated in large installations. Ráhildur was a visiting teacher at Iceland’s School of Art and Handicrafts and Iceland’s Academy of Arts from 1992-2002. She was a board member of the Museum of Contemporary Art from 2000-2002. Ráhildur has been curator and co-curator of numerous exhibitions in Iceland and abroad. She was the artistic director of Skaftfell’s visual arts center in East Iceland in 2013 and 2014. She has received salaries, project grants and travel grants in Iceland and Denmark. Ráhildur lives and works in Copenhagen, Seyðisfjörður and Reykjavík

Works in public ownership, the Icelandic Museum of Art, Reykjavík Art Museum and the Museum of Contemporary Art

The work at the exhibition in Muur is based on her drawing series “Thoughts on Gravitational Waves”.

Tumi Magnússon was born in Reykjavík in 1957. He studied art at Myndlista and Handicraft School of Iceland and at AKI Academie voor Beeldende Kunst in Enschede, the Netherlands. His first solo exhibition was at the Red House in Akureyri in 1981. Since then, he has exhibited widely, including the Museum of Modern Art in Reykjavík 1986, the Nordic Art Center in Helsinki 1991, Center PasquArt, Biel, Switzerland 1991, the Sao Paulo Biennial 1994, MACMO Uruguay 2015, Iceland Art Gallery 2017, Kyoto Art Center 2017 and PORT25-Raum für Gegenwartskunst, Mannheim 2023.

Tumi’s works often deal with the simple, boring events of everyday life. They are about the simple logic and laws of nature that lie behind these events, and also about how we turn everyday life around and play with it to make it tolerable and even interesting. And they are about how we can use everyday life as a tool to think about something completely different.

Tumi Magnússon lives and works in Copenhagen and from time to time in Reykjavík and Seyðisfjörður.

The work in the exhibition is called “Man walks to the library in America” The movements of the man’s heels are followed so that they form lines through the space, which are then drawn on the wall of the library in Höfn in Hornafjörður.

Sýning Áslaugar og Finns ber yfirskriftina Umbúðalaust kraftaverk en þótt þau hafi
stundum unnið saman að sinni myndlist starfa þau yfirleitt hvort í sínu lagi og það á

við að þessu sinni. Finnur sýnir ljósmyndaverkið Kraftaverk í skúlptúrlandi, heimspeki-

legar vangaveltur um lífið og tilveruna sem hann skapaði í skúlptúrgarði Árna Páls

Jóhannssonar í Rangárþingi ytra árið 2017. Áslaug sýnir verk úr plastumbúðum, en hún

vinnur með það efni í umhverfinu sem grípur auga hennar hverju sinni.

Áslaug og Finnur hafa fylgst að frá árinu 1987 þegar þau hófu nám í Myndlista- og

handíðaskólanum og hafa haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda sam-

sýninga á rúmlega 30 ára löngum ferli sem myndlistarmenn. Samhliða sinni myndlist

hefur Finnur starfað við hönnun, aðallega leikmyndahönnun fyrir leikhús en jafnframt

fyrir söfn og sérsýningar af ýmsu tagi. Árið 2020 leikstýrði hann eigin leikverki, Englinum,

í Þjóðleikhúsinu sem byggði á textum Þorvaldar Þorsteinssonar. Áslaug hefur sömuleiðis

unnið ýmis störf samhliða myndlistinni en hún hefur verið skólastjóri Myndlistaskólans í

Reykjavík frá árinu 2014.

Áslaug and Finnur’s exhibition is entitled Unwrapped Miracle, but although they have sometimes
worked together on their art, they usually work separately which is the case this time. Finnur is

showing the photographic work Miracle in a Sculpture Garden, philosophical speculations about

life and existence that he created in Árni Páll Jóhannsson’s sculpture garden in Rangárþingi ytra

in 2017. Áslaug shows works made of plastic packaging, but she works what ever material that

catches her eye every time.

Áslaug and Finnur have been a couple since 1987, when they started their art studies. Both have
held many solo exhibitions and participated in a number of group exhibitions during their more

than 30-year long career as visual artists. Alongside his art, Finnur has worked in design, mainly

set design for theatres, but also for museums and special exhibitions of various kinds. In 2020, he

directed his own play, The Angel, at the National Theatre, which was based on texts by Þorvaldar

Þorsteinsson. Áslaug has been principal of the Reykjavík School of Wisual Art since 2014.

Olga Bergmann og Anna Hallin mynda saman listamannateymið Berghall.
Olga og Anna hafa frá árinu 2005 unnið fjölda verka og verkefna í sameiningu. Um er að ræða myndlistarsýningar heima og erlendis, til dæmis í Listasafni Íslands, Kling og Bang Gallerí, Safnasafninu, í Listasafni Einar Jónssonar og á norræna tvíæringnum Momentum í Moss í Noregi. 2021 stóðu þær að og tóku þátt í sýningunni Endurómur í Verksmiðjunni á Hjalteyri en sýningin hlaut íslensku myndlistarverðlaunin sem áhugaverðasta samsýning ársins. “Resonance 2.0”, Seinäjoki Kunsthalle, Finland. Auk fless hafa þær unnið verk fyrir opinbert rými bæði tímabundin verk í formi innsetninga innandyra og úti og verk fyrir almannarými og opinberar byggingar, sem dæmi má nefna útilistaverk fyrir öryggisfangelsið á Hólmsheiði. Frá árinu 2021 hafa þær rekið Gallerí Undirgöng – sem er útigallerí í miðbænumi fyrir listaverk í almannarými.

Kímnigáfan í verkum Önnu Hallin og Olgu Bergmann
kitlar, en hún er ekki bara það fyrsta sem við sjáum. Hún
fuðrar ekki upp og hverfur, samt er hún líka tíbrá, af því að
hún þekkir dauðleikann og alvöruna sem tilvera okkar hvílir á.
Hugmyndaflugið er algjört; það er jarðarbúans, geimfarans og
dreymandans sem á í góðu sambandi við jörðina, jarðkúlu sem
er bolti í þaraskógi, hafið, sem er blað, himininn, sem er dyr eða
op, öll dýr merkurinnar, fugla og fiska. Þær sveifla sér á milli
forma; málverkin, myndböndin, skúlptúrarnir og teikningarnar
eiga sér enga hliðstæðu. Þær leiða okkur inní myndheim sem
á sér ekki takmörk, leika sér við okkur og á okkur og opna alls
konar ókannaðar víddir. List þeirra fer sína eigin leið og eignar sér þó ekki leiðina.

(texti : Kristín Ómarsdóttir 2022)

Áfangastaður – Destination

Verkið lýsir ferðalagi í gegnum tíma og rými á óskilgreindan áfangastað.
Landslagið er bæði kunnuglegt og framandlegt í senn, bergmálar og endurtekur sig líktog algóritmi. Erum við í stödd í núinu í annari vídd eða erum við hér en á öðrum tíma?

BERGHALL- artist duo – Anna Hallin and Olga Bergmann – Reykjavik, Iceland.
(@annahelenkatarinahallin) (@obergmann5050)

 

Olga Bergmann and Anna Hallin together form the artist team Berghall.

Berghall have exhibited extensively in Iceland and abroad – for example at The National Gallery of Iceland, Kling and Bang Gallery Reykjavik, The Nordic Biennial in Moss Norway, ProArtibus in Finland, Bozar in Bruxelles, Einar Jónsson Museum, Hjalteyri Contemporary Art Space – The Factory in Iceland and Seinäjoki Kunsthalle, Finland.
Berghall have also created projects for public space, temporary installations indoors and out as well as permanent public art works like in Holmsheiði a high security prison in Reykjavík and for Reykjavík Capital Cemeteries.
Their works are included in the collections of the National Gallery of Iceland, Reykjavik Art Museum, The Outsider and Folk Art Museum, Reykjanes Art Museum, Kopavogur Art Museum and The Labour Union Art Museum Reykjavik.

Áfangastaður – Destination

The work describes a journey through time and space to an undefined destination.
The landscape is both familiar and alien at the same time, echoing and repeating like an algorithm. Are we currently in another dimension or are we here but in another time?

BERGHALL- artist duo – Anna Hallin and Olga Bergmann – Reykjavik, Iceland.
(@annahelenkatarinahallin) (@obergmann5050)