UM OKKUR

Lind Völundardóttir

CEO & Co Founder

Perla Torfadóttir

Co Founder

Tim Junge

Head Designer

Við lifum í tæknivæddum heimi og í því felast ótal tækifæri. Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sér heildstætt útlit sem sendir samræmd skilaboð til viðskiptavina. Okkar markmið er að hanna og skapa virkar og hagstæðar lausnir sem þjóna viðskiptavinum okkar.

Við erum fjölskyldufyrirtæki en við erum hópur af ólíkum einstaklingum á mismunandi aldri með margvíslegan bakgrunn.

Styrkleikar okkar eru að sama skapi fjölbreytilegir og úr þessari mósaík byggjum við samheldna heild. Hægri og vinstri heilahvelin fá bæði að njóta sín en með því næst jafnvægi á milli sköpunnar og skipulags.